Hafdís Sigurðardóttir setti glæsilegt Íslandsmet á Unglingalandsmótinu

0
220

Hafdís Sigurðardóttir setti glæsilegt Íslandsmet í langstökki á Akureyri í dag þegar hún stökk 6,56 metra. Langstökkskeppni var sett upp sem aukagrein á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Akureyri um helgina. Hafdís náði þessu risastökki í 4. umferð keppninnar við innilegan fögnuð fjölda áhorfenda. Hafdís átti fyrra metið sem var 6,45 cm og sett á Akureyri fyrir skemmstu. Frá þessu segir á vef UMFÍ

Hafdís Sigurðardóttir. Mynd: UMFÍ
Hafdís Sigurðardóttir. Mynd: UMFÍ

Lágmarkið fyrir heimsmeistaramótið sem verður í Peking í Kína í síðar í þessum mánuði er 6,70 metra og verður Hafdís að ná því fyrir 10. ágúst. Þessi sama hæð er einnig lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu á næsta ári.

,,Ég fann það í fyrsta stökki og þetta gæti gerst. Þetta met gefur mér vonandi byr í seglin að ná lágmörkum fyrir HM í Peking. Ég er að fá boð um að keppa á mótum erlendis en get ekki þegið þau vegna peningaskorts. Því miður er staðan þessi en við verðum að vona það besta,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir eftir keppnina á Unglingalandsmótinu. umfi.is