Hafdís óstöðvandi – Sló Íslandsmetið í 300 m hlaupi í kvöld.

0
105

Hafdís Sigurðardóttir sló Íslandsmetið í 300 m hlaupi á júnímót UFA fór fram á Akureyri í kvöld.  Hafdís hefur verið  óstöðvandi síðustu vikur og Íslandsmetin skjálfa.  Hafdís hljóp heldur óhefðbundnar greinar að þessu sinni en gerði sér lítið fyrir og hljóp undir Íslandsmeti í 60 m hlaupi líka. Silfrid.is greinir frá þessu nú í köld.

Hafdís Sigurðardóttir
Hafdís Sigurðardóttir

Í 60m hlaupi hljóp Hafdís á 7,67 sek en Íslandsmetið er 7,80 sek.  Því miður mældist meðvindur 2,1 m/sek í hlaupinu sem er rétt fyrir leyfilegum mörkum og fær metið því að standa eitthvað lengur.

Metið í 300m hlaupið stóð hins vegar ekki eftir kvöldið þar sem Hafdís hljóp á 38,59 sek en gamla metið var 38,72 sek.  Metið átti Sunna Gestsdóttir, sett árið 2004 en Sunna á einmitt metið í 60 hlaupi úti og átti langstökksmetið sem Hafdís bætti á dögunum.