Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ hefur valið tuttugu keppendur til þátttöku á Smáþjóðaleikunum sem fram fara dagana 28. maí til 1. júní næstkomandi í Luxemborg. Þingeyingarnir Þorsteinn Ingvarsson og Hafdís Sigurðardóttir eru þar á meðal.


Smáþjóðaleikar eru haldnir annað hvert ár en þetta er í 15. skiptið sem leikarnir fara fram. Þátttökuþjóðirnar eiga það allar sameiginlegt að hafa íbúafjöldi undir 1 milljón en í ár verða þær 9 talsins. Þjóðirnar eru auk Íslands, Andorra, Kýpur, Malta, Liechtenstein, Luxembourg, Monakó, Svartfjallaland og San Marino.
Nánar hér