Hafdís með tvö gull í Gautaborg

0
200

Hafdís Sigurðardóttir frjálsíþróttakona heldur áfram að gera það gott á frjálsíþróttavellinum, en hún vann tvö gull og eitt brons á Gautaborgarleikunum í Svíþjóð í gær.

Hafdís Sigurðardóttir
Hafdís Sigurðardóttir

Hafdís vann langstökk kvenna þar sem hún stökk 6,17 metra og líka 400 metra hlaup kvenna á 54,18 sekúndum. Hún varð síðan í þriðja sæti í 100 metra hlaupi á 11,99 sekúndum, aðeins 1/100 úr sekúndu frá öðru sætinu. (mbl.is)

Hafdís hefur sett tvö Íslandsmet á þessu sumri og er til alls líkleg á næstunni.