Hafdís með nýtt Íslandsmet í langstökki – Aðeins 8 cm frá ÓL lágmarkinu

0
150

Þingeyingurinn Hafdís Sigurðardóttir setti glæsilegt Íslandsmet í langstökki þegar hún stökk 6.62m á frjálsíþróttamóti rétt fyrir utan Amsterdam í Hollandi í dag.

Hafdís Sigurðardóttir
Hafdís Sigurðardóttir

 

Hafdis sem komst ekki í úrslitakeppni EM, kvittar hér laglega fyrir það með nýju Íslandsmeti í langstökki. Þetta stökk Hafdísar í dag er aðeins 8 sentimertum frá OL-lágmarkinu sem er 6.70m.

Frestur til að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikanna rennur úr á næstu dögum og er 641.is ekki kunnugt um hvort Hafdís muni keppa á fleiri mótum áður en hann rennur út.