Hafdís með nýtt Íslandsmet í langstökki

0
95
Hafdís Sigurðardóttir UFA bætti Íslandsmetið í langstökki á 2. hluta Vormóts UFA fyrr í kvöld. Hún stökk lengst 6,45 m. Stökkséría hennar var mjög jöfn og góð að þessu sinni. Hún átti lengst stökk sem mældist 6,54 m en meðvindur var 2,1 m/sek eða 1/10 yfir löglegum mörkum. Frá þessu segir á fri.is
Fyrra met Hafdísar í greininni var 6,41 m sett í Evrópukeppni landsliða í Tbliisi í Georgíu í fyrra.
Úrslit í langstökkinu má sjá hér.
Hafdís keppnir m.a. í langstökki á Smáþjóðaleikunum í næstu viku og má búast við góðum árangri þar, miðað við þennan árangur hennar.