Hafdís bætti Íslandsmetið í langstökki !

0
308

Hafdís Sigurðardóttir bætti met sitt í langstökki kvenna utanhúss um 5 sentímetra í Tblisi í Georgíu í gær, en þar hefur landslið Íslands í frjálsum íþróttum verið að keppa um helgina. Fyrra metið var sett í maí 2013. Þetta var sérlega vel gert, sérstaklega þegar tekið er tillit til allra aðstæðna. Hún var að keppa eftir langt og strangt ferðalag í nokkrum greinum í töluverðum hita á velli með misvindum, með 4 tíma mismun m/v Ísland. Þannig að búast má við enn frekari bætingum. Frá þessu segir á facebook-síðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

Hafdís Sigurðardóttir. Mynd af facebook-síðu Frjálsíþróttasambands Íslands
Hafdís Sigurðardóttir. Mynd af facebook-síðu Frjálsíþróttasambands Íslands

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún var næstum búin að setja met í þrístökkinu á laugardag og hljóp svo endasprettinn í 4x400m boðhlaupi á innan við 53 sek (áætlað) í sigursveit landsliðsins sem var nálægt því að setja Íslandsmet. Millitími hennar er alveg við Íslandsmetið sem sjálf Gudrun Arnardottir hefur í sinni eign. Þvílík læti í einni íþróttakonu sem er lykilmanneskja í kvennaliðinu sem fékk vel flest stig ef kvennalið keppninar eru borin saman.

 

641.is óskar Hafdísi til hamingju með árangurinn og finnst stökk um á 641 cm sérlega skemmtileg tala.