Hafdís bætti Íslandsmetið í langstökki um helgina

0
51
Hafdís Sigurðardóttir UFA bætti Íslandsmetið í langstökki kvenna á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum sem fram fór um nýliðna helgi, þegar hún stökk 6,45 m. Stökksería hennar var mjög góð, en hún fór 6,35 m í fyrstu umferð og 6,21  í þeirri næstu, en þar sem hún var að keppa í fimmtarþraut fékk hún aðeins þrjár tilraunir. Metstökkið kom svo í þriðju umferð. Frí.is segir frá.
Hafdís Sigurðardóttir varð líka íþróttamaður HSÞ á sínum tíma.
Hafdís Sigurðardóttir.
Þessi árangur Hafdísar er betri en utanhússmet hennar í greininni frá því sl. sumar en þar á hún lengst 6,36 m. Hún bætti sinn árangur og met sitt um 5 cm núna, en hún stökk 6,40 m á Meistaramótinu þann 1. febr. sl.