Hætta við kaup á Grímsstöðum

0
94

Stjórn Grímstaða á fjöllum ehf. ákvað á sjórnarfundi í dag að slíta viðræðum við kínverska fjárfestinn Huang Nubo og leggja niður áform félagsins um kaup á landi á Grímsstöðum á fjöllum. Í frétt á vef RÚV segir að aðalástæðan fyrir þessari ákvörðun sé að sögn stjórnarmanna minnkandi áhugi á kaupunum hjá kínverska fjárfestinum Huang Nubo. Auk þess eru áherslur þeirra sveitarstjórnarmanna sem nú skipa stjórn félagsins aðrar heldur en þeirra sem þar sátu þegar að það var stofnað.

Grímsstaðir á Fjöllum
Grímsstaðir á Fjöllum

Félagið skuldar tæpar tíu miljónir króna. Guðmundur Baldvin Guðmundsson varaformaður stjórnar GÁF segir að nú fari af stað vinna við að gera upp skuldir félagsins. Hann segir ekki útilokað að félagið muni starfa áfram og sinna sameiginlegum verkefnum sveitarfélaga á Norður og Austurlandi.

 

Sex sveitarfélög á Norður- og Austurlandi stofnuðu félagið GÁF ehf. sumarið 2012 í þeim tilgangi að kaupa hluta lands á Grímsstöðum á Fjöllum og leigja það áfram til kínverska auðmannsins Huang Nubo. Ný stjórn var skipuð í nóvember síðastliðin og henni falið að taka ákvörðun um framhald málsins. Stjórnin tilkynnti ákvörðun sína á stjórnarfundi í dag.