Hætt við mjólkursöfnun í Mývatnssveit og Reykjadal

0
90

Hætt hefur verið við mjólkursöfnun í Mývatnssveit og Reykjadal í dag ma. vegna þess að moksturstæki fór útaf á Fljótsheiði í dag og heiðin því ómokuð. Í tilkynningu frá MS á Akureyri segir að reynt verði að sækja mjólk á morgun.

Samk. upplýsingum frá Vegagerðinni er Víkurskarðið fært en snjór er á veginum og það skefur. Líklegt er að það lokist seinni partinn í dag. Til stendur að opna það í fyrramálið. Hægt er að fylgjast með færð á vegum á norðurlandi með því að smella á litla rauða flipann hér neðst fyrir miðjum skjá, hér á 641.is