Hækkun á flugmiðum

0
91

Frá og með deginum í dag, 18. september, hækka flugmiðar á vegum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í kr. 9.200,-. Hækkunin er tilkomin vegna hækkunar hjá Flugfélaginu Erni til félaganna. Miðarnir gilda fyrir flugleiðina Reykjavík-Húsavík. Frá þessu segir á vef Framsýnar-stéttarfélags

Copy (2) of Jetstream ErnirAir-004 (1)

Þegar félagsmenn stéttarfélaganna hafa ákveðið að ferðast flugleiðis milli Húsavíkur og Reykjavíkur byrja þeir á því að hafa samband við Flugfélagið Erni í síma 562-2640 eða með því að senda tölvupóst á netfangið bokanir@ernir.is . Hjá flugfélaginu Erni ganga þér frá pöntun á flugfarinu um leið og þeir gefa upp að þeir greiði með flugmiða frá stéttarfélögunum á Húsavík.

 

Því næst setja félagsmenn sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna og kaupa sér flugmiða sem kostar kr. 7.500 sem þeir afhenda svo þegar þeir innrita sig í flugið á Húsavík eða í Reykjavík. Þeir sem búa utan Húsavíkur geta fengið flugmiðana senda til sín í pósti hvert á land sem er. Hægt er að greiða fargjaldið með því að leggja upphæðina inn á reikning sem er í eigu Framsýnar 0567-26-1112. Kennitala Framsýnar er 680269-7349.