Hægt að horfa á Hrúta á löglegan hátt

0
220

Í tilkynningu frá aðstand­end­um kvik­mynd­ar­inn­ar Hrút­ar segir að mynd­in sé nú aðgengi­leg öll­um á Íslandi á ein­fald­an og lög­leg­an hátt. Hægt er að horfa á mynd­ina á net­inu á Vi­meo, www.vi­meo.com/​ondemand/​hrut­ar fyr­ir aðeins 500 krón­ur og einnig á Skjár Bíó frá og með 5. nóv­em­ber og Voda­fo­ne leig­unni frá og með deginum í dag. Einnig er hægt að njóta mynd­ar­inn­ar í Bíó Para­dís með enskum texta. Vegna samn­inga við er­lenda dreif­ing­araðila er ekki hægt að gefa mynd­ina út á DVD fyrr en í mars 2016.

hrútar-bandarísk-plakat

 

Hrút­ar hef­ur nú keppt til verðlauna á 10 alþjóðleg­um kvik­mynda­hátíðum, unnið aðal­verðlaun­in á sjö þeirra og alls unnið til 14 verðlauna.

Hún hef­ur verið sýnd á fjölda annarra hátíða utan keppni, þeirra á meðal Karlovy Vary kvik­mynda­hátíðinni, alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Toronto í Suður Kór­eu og Tell­uri­de kvik­mynda­hátíðinni í Banda­ríkj­un­um. (mbl.is)