Gunna Stína fyrst til næla sér í Skálmöld og Sinfó

0
128

Fjöldi manns beið við dyr Bókaverslunar Þórarins Stefánssonar þegar verslunin  opnaði í morgun. Erindi þeirra var að ná sér í glóðvolga afurð Skálmaldar, geisla- og mynddisk frá tónleikum hljómsveitarinnar og Sinfóníhljómsveitar Íslands sem haldnir voru í Hörpu á dögunum. Frá þessu er sagt á fréttavefnum 640.is

Hér afhendir Friðrik fyrsta viðskiptavininum, Guðrúnu Kristínu Jóhannsdóttur, glóðvolgt eintak.
Hér afhendir Friðrik fyrsta viðskiptavininum, Guðrúnu Kristínu Jóhannsdóttur, glóðvolgt eintak.

Að sögn Friðriks í Bókabúðinni man hann ekki eftir viðlíka áhuga en þau forpöntuðu hundrað eintök og kláruðust þau á tveim tímum. Ekki er von á fleiri diskum fyrir jól.

Það gekk þó ekki snuðrulaust fyrir sig að koma Skálmöld og Sinfó til Húsavíkur því ekkert flug var í gær.

 

Var því tekið á það ráð að senda pakkann landleiðina og skilaði hann sér í hús fyrir opnun í morgun þrátt fyrir ófært Ljósavatnsskarð í nótt.

Það er því morgunljóst að Skálmöld og Sinfó munu hljóma um víkina á næstunni. Og miklu lengur.