Gulrófnauppskeran í meðallagi

0
214

Það hefur verið mikið að gera á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal undanfarið við að taka upp gulrófurnar áður en vetur tekur völdin. Uppskeran er í meðallagi að sögn Ketils Tryggvasonar því þrátt fyrir að sumarið hafi verið kalt þá bætti haustið það upp, en oft vaxa gulrófurnar vel þegar hlýtt er á haustin.

Guðrún, Ketill, Benedikt og Kristín. Mynd: Atli Vigfússon
Guðrún, Ketill, Benedikt og Kristín. Mynd: Atli Vigfússon

Þegar mikið er að gera í gulrófnaakrinum er gott að hafa margar duglegar hendur og eins og sjá má á myndinni eru mikið að gera. F.v. eru Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, Ketill Tryggvason, Benedikt Karlsson og Kristín Ketilsdóttir.

 
Gulrófurnar frá Hallgilsstöðum eru þekktar fyrir gæði og þykja sérlega safaríkar og sætar. Að sögn Kristínar Ketilsdóttur, móður Ketils, hófst gulrófnarækt á Hallgilsstöðum upp úr 1960 og hefur verið stunduð þar alla tíð síðan. Kristín hefur því mikla reynslu og hefur tekið upp rófur á haustin í marga áratugi.

Texti og Mynd: Atli Vigfússon.