Guðrún Tryggvadóttir ný inn í stjórn Bændasamtaka Íslands

0
739

Guðrún Tryggvadóttir í Svartárkoti kemur ný inn í stjórn Bændasamtaka Íslands, en kosningu er nýlokið á Búnaðarþingi sem nú stendur yfir. Þeir Eiríkur Blöndal Jaðri, Gunnar Eiríksson Túnsbergi og Einar Ófeigur Björnsson Lóni II gáfu allir kost á sér til áframhaldandi setu og voru endurkjörnir ásamt formanninum Sindra Sigurgeirssyni Bakkakoti.

Guðný Helga Björnsdóttir Bessastöðum gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Eiríkur hlaut 40 atkvæði, Einar Ófeigur 39, Guðrún 38 og Gunnar 32. Þingeyingar eiga því tvo fulltrúa í stjórn BÍ, Einar Ófeig Björnsson og Guðrúnu.

Jóna Björg Hlöðversdóttir Björgum, nýkjörinn formaður Samtaka ungra bænda, lýsti yfir framboði en fékk 25 atkvæði og því ekki brautargengi til setu í Bændasamtökum Íslands.