Guðný Sverrisdóttir sæmd fálkaorðunni

0
364

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi níu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þar á meðal var Guðný Sverrisdóttir fyrrverandi sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi en hún hlaut riddarakross fyrir störf sín í þágu heimabyggðar.

Guðný Sverrisdóttir. Mynd af grenivík.is
Guðný Sverrisdóttir. Mynd af grenivík.is

 

Frá þessu segir á Grenivík.is og þar segir ennfremur:

“Eins og við sem búum hér í hreppnum vitum, hefur Guðný unnið vel og dyggilega fyrir sveitarfélagið okkar síðastliðin 27 ár og hefur það vaxið og dafnað í hennar stjórnartíð. Um leið og við óskum henni til hamingju með riddarakrossinn, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, þökkum við henni frábær störf í okkar þágu”.

Grenivík.is