Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, er gengin til liðs við Goðann. Félaginu er mikill akkur í atfylgi þessarar fjölhæfu afrekskonu enda er hún ein fremsta skákkona Íslands og hefur unnið skákíþróttinni mikið gagn.

Samkvæmt áræðanlegum heimildum 641.is er fleiri tíðinda að vænta úr herbúðum skákfélagins Goðans á næstu dögum.
Lesa meira hér