Grunnskólamótið í íþróttum.

0
80

Hið árlega grunnskólamót í íþróttum fór fram á föstudaginn. Grunnskólamótið er haldið af Framhaldsskólanum á Laugum,  það eru nemendur á íþróttabraut sem sjá um mótið. Þessi mót hafa verið nánast árviss  viðburður í allt að 20 ár. Að þessu sinni mættu lið frá Bakkafirði, úr Mývatnssveit, úr Stórutjarnaskóla og tvö lið úr Þingeyjarskóla. Það eru nemendur í 7. til 10. bekk sem mega taka þátt í mótinu. Áður en keppnin sjálf hófst var nemendum boðið að borða í matsal framhaldsskólans, síðan var farið með þau niður þar sem gamla innisundlaugin var, en þar er búið að koma upp góðri félagsaðstöðu með skjávarpa og góðum sætum. Þar fór fram kynning á framhaldsskólanum og sýnd myndbönd úr skólastarfinu. Þá var komið að keppninni, hún var svolítið öðruvísi en oft áður, því núna var minna keppt í þessum venjulegu íþróttum. Þess í stað var keppt í pílukasti, labba á höndum, mottuhlaupi, penny-can sem er að henda pening í dósir, hlaða plastdósaturn, svo var þrautabraut, frisbí keppni og blak. En ekki má gleyma að það lið sem er duglegast að hvetja sitt fólk vinnur hvatningarverðlaun. Mikil stemning var í íþróttahúsinu, nemendur Þingeyjarskóla mættu með trommur og trommuðu ógurlega svo varla var talandi saman þegar mest gekk á, enda hlutu þau hvatningarverðlaunin. Sá skóli sem fékk flest stig að keppni lokinni var Stórutjarnaskóli og brutust út ógurleg fagnaðarlæti meðal þeirra þegar þau fegnu bikarinn afhenntan. Eftir mótið stóð þeim öllum til boða að fara í sund eða slökun í heitu pottunum. Fréttaritari heyrði ekki annað en að nemendur væru ánægðir með þetta fyrirkomulag og þótti gaman að keppa í svona óhefðbundum greinum.

stelpur úr Stórutjarnaskóla fagna
stelpur úr Stórutjarnaskóla fagna

 

 

 

 

 

 

 

 

stelpur úr Þingeyjarskóla
stelpur úr Þingeyjarskóla

 

 

 

 

 

 

trommarar úr Þingeyjarskóla
trommarar úr Þingeyjarskóla

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndirnar tók Unnsteinn Ingason.