Grillað í blíðunni

0
127

Veðrið lék heldur betur við okkur í dag, síðasta dag vorþemavikunnar – sól og blíða og allir í sólskinsskapi.  Að venju fengu nemendur í fyrsta bekk gefins hjálma frá Kiwanis í Mývatnssveit og líka öryggisvesti frá Landsbjörg.  Lögreglan kom og hélt sinn árlega leikþátt með eggið og hjálmana, skoðaði hjól nemenda og radarmældi. Svo segir frá vef Stórutjarnaskóla

Friðrik Steingrímsson einbeittur við grillið
Friðrik Steingrímsson einbeittur við grillið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir busl og skvettur í sundlauginni voru svo grillaðar pylsur og hamborgarar.  Þar með eru nemendur komnir í sumarfrí en Stórutjarnaskóla verður slitið mánudagskvöldið 3. júní kl. 20:30. Jónas Reynir Helgason tók meðfylgjandi myndir.

Lögregluþjónn skoðar hjól
Lögregluþjónn skoðar hjól.
Buslað í lauginni
Buslað í lauginni.