Gríðarlegt vatnsmagn í Skjálfandafljóti

0
256

Gríðarlegur vöxtur er í nú Skjálfandafljóti eftir hlýindi dagsins og fljótið kolmórautt að lit. Samkvæmt sjálfvirkum vatnsmæli við Aldeyjarfoss var vatnsrennslið við Aldeyjarfoss heilir 603 rúmmetrar á sekúntu núna kl 22:30 í kvöld, en venjulegt rennsli er um 50 rúmmetrar á sekúntu við Aldeyjarfoss.

Goðafoss kl 21:00 í kvöld. Mynd: Konráð Erlendsson.
Goðafoss kl 21:00 í kvöld. Mynd: Konráð Erlendsson. (Smella á til að skoða stærri útgáfu.)

 

Konráð Erlendsson tók meðfylgjandi mynd af Goðafossi kl 21:00 í kvöld og á henni sést vel hve mikill vöxtur er í Skjálfandafljóti. Búast má við rennslistoppi við Goðafoss um eða upp úr kl 04.00 í nótt.

Þeir sem þekkja vel til Skjálfandsfljóts telja þó að það eigi “mikið inni” hvað rennsli varðar og spá gríðarlegum rennslistoppi aðra nótt. Jafnvel að rennslismet verið slegið í Skjálfandafljóti.

Rennsli við Aldeyjarfoss síðustu tvo daga. Skjáskot af vatnamælingavef Veðurstofu Íslands. (Smelltu á til að stækka)
Rennsli við Aldeyjarfoss síðustu tvo daga. Skjáskot af vatnamælingavef Veðurstofu Íslands.