Gríðarlegt snjómagn í Bárðardal

0
168

Mjög mikið hefur snjóað í Bárðardal í vetur og er komin meiri snjór sunnan til í Bárðardal heldur en í fyrra vetur, en mörgum þótti þá nóg um. Háir snjóruðningar eru með fram vegum í Bárðardal og hækka ruðningarnir eftir því sem sunnar dregur í Bárðardal. Má segja að samfelld snjógöng sé með fram vegum í Bárðardal. Ekki má hreyfa vind því þá fyllast göngin fljótt af snjó þegar skefur og allt verður ófært á ný og enn erfiðara fyrir snjóruðningstæki að halda vegum í Bárðardal opnum.

Land-Rover Sigrúnar og Jónasar á Bárðardalsvegi-eystri´í söndunum, skammt sunnan brúarinnar við Stóruvelli
Land-Rover Sigrúnar og Jónasar á Bárðardalsvegi-eystri, í söndunum, skammt sunnan brúarinnar við Stóruvelli. (smella á mynd til að skoða stærri útgáfu)

Að sögn Jónasar á Lundarbrekku er langt síðan svona mikill snjór var í Bárðardal og man hann ekki eftir mörgum vetrum með þetta mkilum snjó. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Jónas tók í gær, eru ruðningarnir orðnir mjög háir norðan við Lundarbrekku og sumsstaðar sjá ökumenn ekki út fyrir ruðninganna því þeir eru svo háir. Jónas sagði að snjóalög núna væru nokkuð öðruvísi en í fyrra. Núna liggur snjórinn nokkuð jafnt yfir öllu og sumsstaðar væri snjódýptin að nálgast tvo metra. Í fyrra lá snjórinn meira í sköflum og ekki eins jafnt yfir eins og núna.

Þetta er orðið gott. Nú þurfum við að fá hláku sagði Jónas, í spjalli við 641.is í kvöld.

 

Þessa mynd tók Jónas heima á Lundarbrekku 11 mars sl.
Þessa mynd tók Jónas heima á Lundarbrekku 11 mars sl.