Grátrana sést í Aðaldal

0
627

Grátrana sást í Aðaldal í gær og fuglaáhugamaðurinn Gaukur Hjartarson á Húsavík náði meðfylgjandi mynd af henni í gær þar sem hún skoðaði sig um. Hugsanlegt er talið að þetta sé sami fuglinn og sást í Mývatnssveit fyrr í vor.

Að sögn Gauks Hjartarsonar fuglaáhugamanns er Grátrana harla sjaldgæfur flækingur og að hans sögn hefur hún að undanförnu ítrekað reynt varp á Fljótsdalshéraði og virðist þar orðin nokkuð árviss gestur. Ekki er þó vitað hvort hún hefur náð að koma upp ungum að sögn Gauks.

Ef smellt er á myndina hér að neðan er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Grátranan í Aðaldal. Mynd: Gaukur Hjartarson