Gott út­lit með nægt afl á Þeistareykj­um

0
270

Opnað var fyr­ir bor­holu ÞG-13 á Þeistareykj­um í fyrsta sinn í fyrra­dag og hún lát­in blása. Á fréttavef Morgunblaðsins segir að hol­an verði lát­in blása í fimm til sex vik­ur áður en í ljós kem­ur hve afl­mik­il hún er.

Nú þegar er til reiðu nægt gufu­afl til að knýja fyrri vél Þeistareykja­virkj­un­ar sem gang­setja á í haust. Stefnt er að gang­setn­ingu seinni vél­ar­inn­ar í apríl 2018.

Hvor vél er 45 MW og verður virkj­un­in því 90 MW þegar full­um af­köst­um hef­ur verið náð.

Á liðnu ári voru boraðar fjór­ar hol­ur á Þeistareykj­um. Bora á fjór­ar hol­ur til viðbót­ar á þessu ári, en hol­urn­ar sem boraðar eru í þess­ari lotu verða all­ar stefnu­boraðar. Flest­ar ná niður á um tveggja kíló­metra dýpi og eru um 2,5 km lang­ar hver um sig. (mbl.is)

Hér að neðan má sjá myndband sem Hreinn Hjartarson tók þegar holan var látin blása.