Gott gengi HSÞ á landsmóti UMFÍ

0
94

Héraðssamband Þingeyinga má heldur betur hreykja sér af sínu fólki.  Í gær unnust margir sigrar – bæði stórir og smáir.  Helst er frá því að segja að kvenna og karla lið í motocross sigruðu tvöfalt og unnu þar með stigakeppni greinarinnar og fengu fyrir það veglegan eignarbikar.  Skáksveit HSÞ vann skákkeppnina með glæsibrag og yfirburðum, fengu 27 vinninga af 32 mögulegum.  Fyrir þetta fengu þeir sinn eignarbikar.  Í kvennaliði motocross voru;  Signý Stefánsd., Andrea D. Kjartansd., Ásdís E. Kjartansd. og Ásta M. Rögnvaldsd.  Í karlaliði motocross kepptu;  Ingvi B. Birgisson, Jónas Stefánsson og Steingrímur Ö. Kristjánsson.  Signý og Ingvi urðu í 1. sæti hvort í sínum flokki.

HSÞ

Í frjálsum voru þrír keppendur sem stóðu sig með prýði þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður í roki og rigningu.  Landsmótsmeistari í langstökki varð Þorsteinn Ingvarsson – hann stökk 7.16 m.  Auður Gauksdóttir varð í fjórða sæti í hástökki kvenna – stökk 1.55.  Arna Dröfn Sigurðardóttir tók þátt í bæði langstökki og hástökki.

Blaklið kvenna og karla urðu í þriðja sæti – höluðu inn samtals 160 stigum fyrir HSÞ.

Í starfsíþróttum keppti HSÞ í tveimur greinum; þrír kepptu í stafsetningu, Halldóra Gunnarsdóttir, Stefán Jónsson og Hjörvar Gunnarsson – og tveir keppendur af þeim lentu í 2.sæti.

Tveir keppendur voru í starfshlaupi, þær Birna Davíðsdóttir og Arna Benný Harðardóttir, sem hreppti í þriðja sæti.

Briddsliðið hefur ekki lokið keppni enn, en eins og staðan er eftir daginn þá eru þeir í 3.-4. sæti.  Þeir ætla að gera sitt besta í dag til að hampa betri kostinum.

Elín Sigurborg keppti í 400m frjálsri aðferð í sundi og synti baksund og einnig í 100m baksundi – nældi í 2 stig fyrir HSÞ.  Hún keppir aftur í dag í sundi.

Heimasíða HSÞ

Landsmót UMFÍ á Selfossi