Google braut hámarkshraðann á Laugum

0
198

Vefsíðan Google Maps opnaði sl. haust fyrir Íslandsmyndir í Street View-hluta síðunnar, en myndavélabílar Google tóku myndir hér á landi í sumar. Hægt er að skoða götur, hús og sveitabæi víða um land, en bílarnir tóku 360° ljósmyndir sem hægt er að „ferðast“ um á. 641.is var bent á það í dag að myndavélarbíll frá Google braut hámarkshraðann við Laugar sl. sumar þegar hann var þar á ferð.

Google gripnir glóðvolgir á Laugum.
Google á Laugum. (Skjáskot)

Eins og sést vel á meðfylgjandi  mynd ekur Google-bíllinn á 69 kílómetra hraða, en hámarkshraði á Laugum er 50km. Hann fékk fílukall á skiltið.

Kallast þetta ekki að vera gripinn glóðvolgur ?