Golfvöllur opnaður á Laugum

0
222
Nýbúið er að opna golfvöll á Laugum. Völlurinn er staðsettur niður við Reykjadalsá, skammt sunnan við sundlaugina á flötunum þar sem knattspyruvellirnir voru þegar Unglingalandsmótið var haldið á Laugum um árið. Um er að ræða 6 brautir með einni par 4 braut og fimm brautir eru par 3. það er golfdeild Eflingar sem fyrirhugað er að stofna á næsta aðalfundi, sem stendur að gerð golfvallarins.
Golfvöllurinn á Laugum. Mynd: Andri Hnikarr Jónsson.
Golfvöllurinn á Laugum. Mynd: Andri Hnikarr Jónsson.
Frítt verður að spila á vellinum í sumar og þeir sem ekki eiga golfsett geta fengið leigt golfsett á tjaldstæðinu hjá Haraldi Bóassyni við íþróttavöllinn. Það eru þeir Víðir Pétursson, Guðmundur Smári Gunnarsson og Andri Hnikarr Jónsson sem standa að gerð golfvallarins.
Að sögn Andra eru uppi hugmyndir um að stækka völlinn og bæta hann á næstu árum. Andri hvetur alla sem áhuga hafa á golfi að nýta sér nýja golfvöllinn.