Góður gangur í ráðningum hjá PCC BakkiSilicon

0
429

Gengið hefur verið frá fyrstu ráðningum á iðnaðarmönnum og er ánægjulegt hvað margar umsóknir hafa borist um hin ýmsu störf. Hátt í 300 umsóknir hafa þegar borist í fjölbreytt störf sem eru í boði.

Viðtöl við framleiðslustarfsmenn hefjast í byrjun maí.

Þegar hafa verið ráðnir 25 starfsmenn í ýmiss störf hjá PCC BakkaSilicon.