Þá er ný afstaðið Unglingalandsmót UMFÍ 2014 sem haldið var um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki. HSÞ átti 60 keppendur skráða, en 59 mættu til leiks á mótinu. HSÞ átti keppendur í fjölmörgum greinum: bogfimi, glímu, golfi, körfubolta, knattspyrnu, frjálsíþróttum, skák, stafsetningu, upplestri, eggjakökugerð, strandblaki og tölvuleik (FIFA). Flestir keppendur HSÞ voru í frjálsíþróttum eða 24. Frá þessu segir á vef HSÞ

Keppendur HSÞ náðu mjög góðum árangri á mótinu og náðu nokkrir sínum persónulegu metum. Einn besti árangur HSÞ var í bogfimi, en mikil gróska er í þeirri íþrótt meðal Þingeyinga. Þeir keppendur HSÞ sem unnu til verðlauna voru:
Bogfimi
12-14 ára: Pétur Smári Víðisson 3. sæti.
15-18 ára: Ásgeir Ingi Unnsteinsson 1. sæti,
Jóhannes Friðrik Tómasson 2. sæti
Guðný Jónsdóttir 3. sæti.

Frjálsíþróttir:
Piltar 11 ára: Ari Ingólfsson 3. sæti í kúluvarpi og 2. sæti í spjótkasti.
Piltar 13 ára: Páll Vilberg Róbertsson 3. sæti í kúluvarpi.
Piltar 14 ára: Eyþór K. Ingólfsson 2.-3. sæti í hástökki.
Stúlkur 16-17 ára: Arna Dröfn Sigurðardóttir 3. sæti í 100 m hlaupi.
Stúlkur 18 ára: Dagbjört Ingvarsdóttir 2. sæti í langstökki.
Piltar 18 ára: Hjörvar Gunnarsson 3. sæti í hástökki og 3. sæti í 800 m hlaupi.
Glíma:
Stúlkur 15 ára: Rakel Ósk Jóhannsdóttir 1. sæti.
Strandblak:
Strákar 16-18 ára: Beach Boys (HSÞ) – Elvar Baldvinsson og Freyþór Hrafn Harðarson 1. sæti.
Stúlkur 16-18 ára: Bleiku kamelljónin – Kristín Kjartansdóttir og Jana Björg Róbertsdóttir 3. sæti.

Unglingalandsmótsnefnd HSÞ þakkar keppendum, aðstandendum og velunnurum HSÞ fyrir þátttöku og skemmtilega keppni á ULM 2014. HSÞ félagar voru duglegir að taka þátt og hvetja hvert annað og einkenndist keppnin af samkennd, drengskap og gleði. Við hlökkum til að sjá ykkur að ári á ULM 2015 á Akureyri um verslunarmannahelgina.
Hægt er að skoða fleiri myndir frá mótinu hér