Goðinn og Mátar sameinast

0
156

Skákfélagið Goðinn og Taflfélagið Mátar hafa tekið saman höndum og myndað með sér bræðralag.

Skákfélagið Goðinn.

Þannig renna félögin tvö nú  saman í eitt og ber hið sameinaða félag nafnið Goðinn-Mátar. Með þessum samruna verður til eitt af öflugustu skákfélögum landsins, grundvallað á sáttmála beggja félaga um góðan anda og gagnkvæma virðingu.

Skákfélagið Goðinn-Mátar mun væntanlega tefla fram einni sveit í 1. deild, einni í 3. deild og allt að fjórum liðum í fjórðu deildinni á næstu leiktíð Íslandsmóts skákfélaga. Frá þessu er sagt á heimasíðu skákfélagsins Goðans.

Á heimasíðu Skákfélagsins Goðans er líka sagt frá því að Goðinn sé kominn í úrslit í hraðskákkeppni taflfélaga í fyrsta sinn og fer úrslita viðureignin fram 15 september nk.