Goðafoss, perla Þingeyjarsveitar

0
195

Snemma á þessu ári var ákveðið að Þingeyjarsveit myndi sækja um styrk til Ferðamálastofu til að bæta umhverfi Goðafoss, ef landeigendur myndu samþykkja það.  Fyrsta skrefið er að gera deiliskipulag af svæðinu. Auglýsa þarf eftir aðilum til deiliskipulagsgerðar og ráða síðan í verkið.  Styrkurinn fékkst  frá Ferðamálastofu og landeigendur samþykktu að gert yrði deiliskipulag, enda hafa þeir rétt á að komu að því.  Deiliskipulagsgerð krefst nokkurra mánaða ferlis en vonast er til að hægt verði að hefja úrbætur næsta vor. Skipulags- og byggingafulltrúi Þingeyjarsveitar  Bjarni Reykjalín,  hefur yfirumsjón með verkefninu en Helga A. Erlingsdóttir er verkefnastjóri.

Goðafoss
Goðafoss

 

 

 

 

 

 

 

Aðdragandinn að þessu er væntanlega sá að Helga A. Erlingsdóttir sem var síðasti oddviti gamla Ljósavatnshrepps, en Goðafoss tilheyrði þeim hrepp, var nokkrum sinnum búin að orða það við ráðendur í Þingeyjarsveit, að gera þyrfti verulegt átak til að vernda umhverfi Goðafoss og um leið að bæta aðgengi ferðamanna og stýra umferð um svæðið.  Fyrir aldamót var gert átak í umhverfismálum við fossinn, lagðir göngustígar með möl, en síðan er langur tími liðinn og ferðamönnnum hefur fjölgað gríðarlega. Ferðamannatíminn hefur lengst, byrjar fyrr og endar seinna, eða endar bara ekki neitt, því fólk er að skoða fossinn allann veturinn. Þessi aukni fjöldi gesta veldur því að svæðið treðst niður, jarðvegurinn er þunnur og hraun undir og verður fljótt að moldarflagi þar sem mest er gengið, gestir hafa ekki virt eldri göngustíga og nú er víða allt úttraðkað.

illa farið land
illa farið land

 

 

 

 

 

 

 

Margir ferðamenn mynda fossinn og umhverfi hans og fara oft heldur ógætilega fram á barma gljúfursins til að mynda, það skapar hættu sem viðkomandi virðast ekki alltaf átta sig á.  Víða eru sprungur við  bakkana, bæði í hraunið og svo virðast stuðlar í berginu vera að klofan frá.  Þá eru hætturnar ekki síður á veturna þegar snjór slútir yfir gljúfurbarmana.

sprungur í berginu
sprungur í berginu

 

 

 

 

 

 

 

ferðamaður að mynda fossinn
ferðamaður að mynda fossinn

 

 

 

 

 

 

 

Kvenfélag Ljósvetninga, Björgunarsveitin Þingey og Ljósavatnshreppur voru búin að standa fyrir stígagerð á svæðinu hér áður fyrr og Vegagerðin að leggja veg vestan Skjálfandafljóts að Goðafossi og gera þar ágætt bílaplan.  Eins styrkti Eimskip á sínum tíma það verkefni sem var kallað “Fossar í fóstur”.

Kvenfélagskonur tíndu upp rusl við fossinn í mörg ár og var það til fyrirmyndar, en nokkuð er síðan sá siður lagðist af.  Vegagerðin lagði til ruslatunnur við planið, en misjafnt er hve duglegt fólk er að nota þær því víða er rusl eftir ferðamenn á svæðinu, og svo ganga menn jafnvel örna sinna á svæðinu.  Engin klósett eru nefnilega vesta við fljótið, aðeins austan við  bæði í versluninni, og í húsi við Ferðaþjónustu bænda Fosshóli, sem rekin er sunnan verslunarinnar.  Þetta virðist varla duga þó flestir þeir sem koma að fossinum fari að Fosshóli.  Umferðin er meiri að vestanverðu en hún er líka alltaf að aukast austan fljótsins og því þarf virkilega að gera úrbætur þar, ekki síður.

Í sumar er verið að laga kaðalgirðingar með göngustígum, gera á tilraun til að loka einhverjum stígum og setja upp nokkur leiðbeinandi merki.  Vonandi hjálpar það eitthvað til við að hlífa landinu og minna fólk á að fara varlega.  Nú þegar hefur stóra upplýsingaskiltið á bílaplaninu við Goðafoss verið endurnýjað en það gamla var orðið ólæsilegt.

nýtt og enurbætt skilti.
nýtt og endurbætt skilti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef ekki tekst að bæta umgengni við Goðafoss þá verður að grípa til róttækra aðgerða að sögn kunnugra, vonandi þarf ekki að takmarka aðgengi að fossinum,  en það verður að stýra því á einhvern hátt, svo þessi mest sótta ferðamannaperla Þingeyjarsveitar geti áfram verið vinsæll og fallegur staður, sem gaman og eftirminnanlegt er að heimsækja.

 

Myndirnar tók:  Helga A. Erlingsdóttir