Góð nýting á Narfastöðum

0
278

Á sínum tíma var brotið ákveðið blað í ferðaþjónustu á Íslandi þegar fjölskylda Inga Tryggvasonar frá Kárhóli breyti fjárhúsi og hlöðu á Narfastöðum í vinalegt gistihús. Gistiþjónusta á Narfastöðum hófst árið 1988. Nokkuð er síðan að sonur hans Unnsteinn Ingason og fjölskylda tók við rekstrinum og hefur rekið hann með miklum myndarskap undanfarinn ár. Frá þessu segir á vef Framsýnar-stéttarfélags en fulltrúar frá félaginu litu við á Narfastöðum í vikunni.

Ingi og Unnsteinn
Tveir frumkvöðlar, Ingi Tryggvason og Unnsteinn sonur hans. Mynd af vef Framsýnar

Boðið er upp á gistingu fyrir um 90 manns á Narfastöðum í 43 herbergjum. Í sumar hefur nýtingin verið mjög góð eða um 96%. Mikið er lagt upp úr því að gera vel við gestina og einnig starfsmenn enda nokkrir þeirra með langa starfsreynslu.