Hamagangur var í öskjunni í Gljúfrárrétt í Höfðahverfi sl. föstudag þegar bændur og búalið drógu sundur fé í dilka sína. Rigning og svolítill vindur skemmti mönnum en allt gekk þetta vel og bændur sáttir við að ná fénu heim fyrir óveðrið þó enn væru um 10 dagar eftir í vanalegri hagagöngu. Frá þessu er sagt á grenivik.is

Nemendur Grenivíkurskóla voru mættir til að draga fé og ekki hægt að sjá annað en þar væru á ferðinni margir upprennandi sauðfjárbændur.
Fleiri myndir sem Sigríður Haraldsdóttir tók, má sjá hér