Glæsilegt Íslandsmót í boccia á 90 ára afmælisári Völsungs

0
302

Íslandsmót í Boccia var haldið um síðustu helgi á Húsavík. Um var að ræða einstaklingskeppni og mættu hátt á annað hundrað keppendur til leiks í íþróttahöllinni og voru gestir allt að 250. Mótið hófst á föstudagsmorgun með veglegri mótsetningu þar sem fulltrúar frá 15 íþróttafélögum marseruðu í salinn undir traustri stjórn Ingólfs Freysonar. Frá þessu segir á 640.is

Formaður Bocciadeildar Völsungs, Egill Olgeirsson, bauð keppendur og gesti velkomna, þá ávarpaði Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings gestina og bauð þá velkomna til Húsavíkur, að lokum ávarpaði formaður ÍF, Þórður Á Hjaltested, mótsgesti og setti Íslandsmótið 2017.

Fram kom í ávarpi formanns deildarinnar að það væri mikil áskorun að vera falið þetta stóra og krefjandi verkefni á 90 ára afmælisári Íþróttafélagsins Völsungs, en þetta mót væri framlagi Bocciadeildarinnar í röð íþróttaviðburða á glæsilegu afmælisári Völsungs.

Mótstjóri var Egill Olgeirsson og yfirdómari Anna María Þórðardóttir bæði úr stjórn Bocciadeildar Völsungs. Dómgæslan var í höndum félaga úr Kiwanisklúbbnum Skjálfanda sem ætið hafa verið reiðubúnir að aðstoða Bocciadeildina á öllum mótum frá upphafi, fengu þeir  sér til aðsoðar nemendur úr Framhaldsskóla Húsavíkur og 10.bekk Borgarhólsskóla, einnig bocciafólk úr Félagi eldri borgara og ýmsa fleiri.

Lesa nánar um mótið hér og þar má sjá fleiri myndir frá því.