Glæsileg tamningastöð opnuð á Sandhaugum

0
288

Erlingur Ingvarsson tamningamaður og Diljá Óladóttir opnuð þann 15. desember sl. ný standsetta tamningastöð fyrir hross í gamla fjósinu á Sandhaugum í Bárðardal. Þau hafa að undanförnu unnið að breytingum á fjósinu með aðstoð fjölskyldu og vina. Gestum var boðið að skoða tamningamiðstöðina á opnunardaginn, sem er afar glæsileg.

Hún er glæsileg aðstaðan í tamningamiðstöðinni á Sandhaugum
Hún er glæsileg aðstaðan í tamningastöðinni á Sandhaugum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í nýju tamningastöðinni er pláss fyrir 22-25 hesta. Í henni eru 16 nýjar einstakling stíur. Þær eru staðsettar þar sem básarnir voru í gamla fjósinu og eru 2×3 metrar að stærð hver. Auk þess var þremur gömlum kálfastíum breytt þannig að þar er hægt að hafa 2-3 hesta saman í hverri.

Hnakkar og hjálmar
Hnakkar og hjálmar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamla mjólkurhúsinu verður breytt í rúmgóða kaffistofu og fóðurbætisgeymslunni var breytt í reiðtygjageymslu. Gömlu þurrheyshlaða, sem er áföst fjósinu, var breytt í litla innreiðskemmu sem er 10×20 metrar að stærð og þar fara tamningarnar fram. Gömul flatgryfja sem er áföst hlöðunni er notuð sem geymsla.

Reitygin
Beislin tilbúin til notkunar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allar Stíurnar eru heimasmíðaðar úr járni og timbri. það var Ingvar Þór Ingvarsson, bróðir Erlings, sem sá um smíðarnar að miklu leiti. Járnið í innréttingarnar var keypt niðursagað og var svo galvaniserað á Akureyri.

10 hestar eru í tamningu á Sandhaugum í dag og eru fleiri hestar væntanlegir í tamningu eftir áramót. Nánast er fullbókað í tamningu hjá Erlingi og Diljá eftir áramótin og er búið að ráða starfskraft til tamninga með Erlingi eftir áramótin. Hægt er að skoða fleiri myndir á Hlíðarendi.is

Hross í einstaklingsstíum á Sandhaugum
Hross í einstaklingsstíum á Sandhaugum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

641.is óskar þeim Erlingi og Diljá til hamingju með nýju tamningaaðstöðuna.