Gjóska – Heimboð í Brúnagerði á fimmtudag

0
394

Nýir ábúendur í Brúnagerði í Fnjóskadal hafa innréttað saumastofu, verslun og vísi að kaffihúsi í Lengjunni (minkahúsinu) þar sem þau framleiða eigin vörur undir merkinu Gjóska. Frá þssu segir í tilkynningu sem 641.is hefur borist.

Vinnustofan í Brúnagerði.
Vinnustofan í Brúnagerði.

Af því tilefni vilja ábúendur í Brúnagerði bjóða gestum heim fimmtudaginn 11. febrúar frá kl. 16-20, (ATH/ Breytt tímasetning) þiggja léttar veitingar og kynna ykkur þá starfssemi sem fram fer í Brúnagerði.

 

Facebooksíða Gjósku