Gjallandi – Af menningu í Mývatnssveit

0
319

Nú er menningarlífið í Mývatnssveit komið á fullt eftir jólahátíðina og fjölmargt er á dagskrá Menningarfélagsins Gjallanda næstu vikur og mánuði. Meðal viðburða sem félagið ætlar að standa fyrirá árin 2016 eru, bókaspjall, félagsvist, kvikmyndakynning og myndlistarnámskeið.

Mynd af vef Gjallanda.is
Mynd af vef Gjallanda.is

Meðal menningarviðburða sem Gjallandi stóð fyrir á síðasta ári voru hátíðarhöld vegna 60 ára afmælis Skjólbrekku þann 27. desember sl. sem var fjölsótt.

Lesa má um nánar um Skjólbrekku hér 

 

Dagskrá Gjallanda

14. janúar – Jólabókaspjall
21. janúar – Félagsvist #1
28. janúar – Bókaspjall (reyfaraþema)
04. febrúar – Leiklistarfundur Mývetnings
11. febrúar – Kvikmyndakynning
18. febrúar – Félagsvist #2
25. febrúar – Bókaspjall
03. mars – Menningarspjall og aðalfundur
10. mars – Bókaspjall
17. mars – Félagsvist #3
19. mars – Myndlistarnámskeið
20. mars – Myndlistarnámskeið
08. apríl – Tónleikar

Athugið að einstakir viðburðir verða auglýstir nánar í Mýflugunni.

Ekki er víst hvort við náum að halda myndlistarsýningu um páskana eins og síðustu ár þar sem við erum á hrakhólum með sýningarrými, segir á vef Gjallanda