Landeigendur Reykjahlíðar ætla að rukka ferðemenn um gjald fyrir að skoða þrjá staði í þeirra landi. Allir þessir staðir eru vinsælir ferðamannastaðir og fjölsóttir af innlendum sem erlendum gestum ár hvert. Frá þessu er sagt á vef Akureyri Vikublaðs

Um er að ræða hver austan við Námaskarð, Leirhnjúkasvæðið og svæði við Dettifoss að Selfossi. Gjaldtakan hefst 1. júní nk og áætlað er að gjaldið verði um 5 evrur.
Ólafur H. Jónsson formaður landeigendafélags Reykjahlíðar, hefur látið hafa það eftir sér að um 15 manns geti fengið vinnu í Mývatnssveit þetta sumarið við bæði gjaldtöku og eftirlitshlutverk á stöðunum.
Sjá nánar á Akureyri-Vikublað.is