Gjaldskrárhækkanir hjá Þingeyjarsveit – Hitaveita og sorphirðugjald hækkar um 10%

0
112

Á 182. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar 10. desember sl. voru gjaldskrár fyrir árið 2016 lagðar fram til afgreiðslu með eftirfarandi breytingum:

Þingeyjarsveit stærra

Sundlaugin á Laugumbreyting, gjald fyrir fullorðna kr.700, öryrkjar og aldraðir kr. 300 og 10 miðar fullorðnir kr. 3.500. Fullorðnir 6 mán. kort kr. 14.000 og 12 mán. kort kr. 25.000. Leiga á sundfötum kr. 350, á handklæði kr. 350. Nýtt, börn 10 miðar kr. 2.000 og öryrkjar 10 miðar kr. 2.000.

Sorphirðugjaldgjald hækkar um 10 %, fyrirtæki falla út
Rotþróarlosungjald hækkar um 4,5%
Tónlistarskóli gjald hækkar um 4,5%
Félagsheimiligjald hækkar um 4,5%
Útleiga á borðbúnaði og áhöldum félagsheimilaný gjaldskrá
Seiglaný gjaldskrá
Hitaveitagjald hækkar um 10%
Flateyjarhöfngjald óbreytt
Leikskóli – gjald óbreytt
Daggæsla í heimahúsumgjald óbreytt
Mötuneytigjald óbreytt
Vinnuskóligjald óbreytt
Hundahaldgjald óbreytt
Brunavarnirgjald óbreytt
Heimaþjónusta gjaldskrá óbreytt en fjárhæðir taka breytingum 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs

Skipulag- og byggingarmál o.fl.gjaldskrá óbreytt en fjárhæðir taka breytingum 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins

Gjaldskrár 2016 voru samþykktar samhljóða að undanskilinni gjaldskrá hitaveitu, en fulltrúar T- lista greiddu atkvæði gegn þeirri gjaldskrá og mótmæltu hækkun á henni umfram vísitöluhækkun.

Samþykktar gjaldskrár 2016 eru aðgengilega hér