Gistihúsið Narfastaðir til liðs við Vakann

0
186

Narfastaðir í Þingeyjarsveit var eitt þriggja gistiheimilia innan Ferðaþjónustu bænda sem fengu viðurkenningu Vakans á uppskeruhátíð samtakanna þann 16. nóvember síðastliðinn. Þetta eru auk Gistihússins Narfastaða, Brunnhóll, og Sólheimahjáleiga sem nú flokkast öll sem 4 stjörnu gistiheimili. Að auki fékk Narfastaðir gullmerki í umhverfiskerfi Vakans fyrir áherslur sínar í sjálfbærni- og umhverfismálum.

Sigríður Diljá Vagnsdóttir tók við viðurkenningu Narfastaða og er hér í miðið á myndinni að ofan á milli þeirra Öldu Þrastardóttur og Áslaugar Briem frá Vakanum
Sigríður Diljá Vagnsdóttir tók við viðurkenningu Narfastaða og er hér í miðið á myndinni að ofan á milli þeirra Öldu Þrastardóttur og Áslaugar Briem frá Vakanum

Á heimasíðu Vakans segir að Gistihúsið á Narfastöðum sé 43 herbergja fjölskyldurekið gistihús sem kúrir undir brekkurótum syðst í Reykjadal, mitt á milli Húsavíkur og Mývatns.

Umfangsmikil skógrækt, fjölbreitt fuglalíf og fornminjar einkennir umhverfi gistihússins og verið er að leggja síðustu hönd á merktar gönguleiðir til að gefa ferðamönnum kost á að kynnast menningarsögunni á nýjan hátt. Frá upphafi hefur áhersla verið lögð á samfélagslegar skyldur fyrirtækisins við umhverfi sitt og samfélag og áhersla verið lögð á að ráða heimafólk til starfa og hefur gefist afar vel.

Eigendur og staðarhaldarar þau Unnsteinn Ingason og Rósa Ösp Ásgeirsdóttir.

Hér má lesa nánar um uppskeruhátíð Vakans