Gígja og Arna Harðardætur Íslandsmeistarar með Þór/KA í knattspyrnu

0
355

Þór/KA varð Íslandsmeistari Pepsi-deildar kvenna í fyrsta skipti í sögu deildarinnar eftir frækinn 9-0 sigur á Selfossi í gærkvöldi. Með liðinu leika þær systur Gígja Valgerður Harðardóttir og Arna Benný Harðardóttir frá Hömrum í Reykjadal. Fyrir leik var ljóst að með sigri myndu stúlkurnar landa titlinum og kláruðu þær verkefni sitt sannarlega með stæl.

Gígja Valgerður Harðardóttir og Arna Benný Harðardóttir með Íslandsbikarinn í gærkvöld. Mynd: Páll Jóhannesson..

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri Þingeyingarog fyrrverandi Völsungar eru hjá Þór/KA, því Hafrún Olgeirsdóttir, Elva Marý Baldursdóttir og Helena Rós Þórólfsdóttir leika með liðinu, auk þess sem að þjálfari liðsins, Jóhann Kristinn Gunnarsson er Húsvíkingur.

641.is óskar Gígju og Örnu til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Sjá nánar á 640.is