Geisli vann sinn fyrsta sigur sl. laugardag

Næsti leikur 3. júní á Geislavelli kl 15:00

0
613

Knattspyrnulið Geisla úr Aðaldal vann 3-0 útisigur á liði Álafoss í fyrstu umferð D-riðils 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu sl. laugardag, en leikurinn fór fram á Tungubakkavelli.

Bjarni Garðar Gunnarsson liðsmaður Álafoss skoraði sjálfsmark á 7. mínútu og þeir Árni Gísli Magnússon og Bergþór Atli Örvarsson bættu við tveimur mörkum fyrir Geisla undir lok
fyrri hálfleiks. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og því 3-0 sigur í höfn hjá Geisla.

Þetta var fyrsti sigur Geisla í 4. deildinni í heillt ár en liðið tók þátt í deildarkeppninni í fyrra í fyrsta skipti og tókst liðinu þá ekki að vinna neinn leik.

Talverðar mannabreytingar hafa orðið á liði Geisla frá því í fyrra og nýr þjálfari, Sinisa Pavlica frá Serbíu, hefur tekið við þjálfun liðsins.

Næsti leikur Geisla verður gegn liði Álftanes og fer leikurinn fram á Geislavellinum nk. laugardag 3. júní kl 15:00.

4. deild. D-riðill