Geisli vann Kormák/Hvöt 4-3 í æfingaleik á Akureyri í dag

0
142

Knattspyrnulið Geisla úr Aðaldal vann 4-3 sigur á liði Kormáks/Hvatar frá Blöndósi og Skagaströnd í æfingaleik sem fram fór á KA-vellinum á Akureyri í dag. Lið Kormáks/Hvatar byrjaði leikinn betur og skoruðu þeir fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu. Þrátt fyrir nokkur góð marktækifæri náðu Geislamenn ekki að skora neitt í fyrri hálfleik og voru því marki undir í hálfleik.

Lið Geisla í dag.
Lið Geisla í dag.

Geisli lenti svo 2-0 undir snemma í seinni hálfleik. Þá vöknuðu Geislamenn til lífsins og jöfnuðu leikinn í 2-2. Kormákur/Hvöt komst í 3-2, en Geislamenn skoruðu tvö mörk undir lokin og uppskáru 4-3 sigur. Mörk Geisla í dag skoruðu þeir Óliver Jóhannsson, Arnór Heiðmann, Daníel Örn Baldvinsson og Þorgnýr Valþórsson.

Guðmundur Jónsson annar þjálfari Geisla sagði í spjalli við 641.is í kvöld, að hans menn hefðu verið miklu strekari aðilinn í leiknum og þeir hefðu átt að vera búnir að skora 3-4 mörk í fyrri hálfleik. En við áttu síðustu 20 mínúturnar í leiknum og uppskárum góðan sigur. Það sem um æfingaleik var að ræða fengu 17 leikmenn Geisla að spreyta sig í dag. Úrslitin lofa góðu fyrir framhaldið því í lið Geisla vantaði nokkra lykilmenn í dag. Guðmundur sagðist vonast til að fá fleiri æfingaleiki áður en keppnistímabilið hefst en það væri óljóst hvernig það færi.

Geisli hefur spilað nokkra æfingaleiki í vetur og unnu þeir 3-0 sigur gegn utan deildar liði Úlfanna. 6-1 sigur vannst gegn liði Framhaldsskólans á Laugum en eina tap Geisla á þessu ári var gegn Dalvík/Reyni, en sá leikur tapaðist 8-1.

Fyrsti leikur Geisla í Íslandsmótinu í knattspyrnu karla í 4. deild, verður gegn liði Kormáks/Hvatar á Blöndósvelli laugardaginn 21. maí og hefst leikurinn kl 14:00. Fyrsti heimaleikur Geisla fer síðan fram á Geislavelli við Ýdali laugardaginn 4. júni gegn Létti úr Reykjavík og hefst leikurinn kl 14:00. Geisli spilar í C-riðli 4. deildar og má sjá allt leikjaplanið hér  fyrir C-riðil.

Stuðningsmannasíða Geisla á Facebook