Geisli tapaði fjórða leiknum í röð

0
265

Knattspyrnulið Geisla úr Aðaldal tapaði 1-7 fyrir Stálúlfi á Geislavelli við Ýdali í gær. Óliver Jóhannsson kom Geisla yfir í fyrri hálfleik og staðan var þannig í hálfleik. Í síðari hálfleik völtuðu leikmenn Stálúlfs yfir Geislamenn og skoruðu 7 mörk, án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig. Niðurstaðan var því 1-7 tap, sem er það stærsta hingað til. Sjá nánar hér.

Lið Geisla í dag.
Lið Geisla

 

Þetta var fjórða tap Geisla í röð og er liðið sem stendur í neðsta sæti 4. deildar C, með ekkert stig og með 15 mörk í mínus. Geisli á einn leik til góða gegn Augnabliki, en þeim leik var frestað.

Næsti leikur Geisla er útileikur gegn Kormák/Hvöt og fer hann fram 15. júlí kl 20:00.

 

 

4. deild 10 júlí 2016
Staðan. smella á til að stækka

 

Geisli tapaði fyrsta leiknum gegn Léttir 1-4. Geisli tapaði einnig gegn Kormáki/Hvöt 2-4 og svo kom 1-5 tap gegn Hvíta Riddaranum 25. júní.

Geisli á eftir að spila gegn Augnabliki og Ísbirninum á heimavelli, liðunum sem eru í 5 og 6. sæti deildarinnar sem stendur, en aðra leiki sem Geisli á eftir verða spilaðir á útivelli.

Nánar hér