Geimfarinn Scott Parazynski hlýtur Könnunarveðlaun Leifs Eiríkssonar á Húsavík

0
146

Geimfarinn Scott Parazynski hlaut í um helgina Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar í lok Landkönnunarhátíðar á Húsavík. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti verðlaunin. Hátíðin stóð í fjóra daga og lauk henni í gærkvöldi með ferð geimfarans og forseta Íslands yfir hálendið.

 

Scott Parazynski
Scott Parazynski

Parazynski á að baki 5 geimferðir og 7 geimgöngur, auk þess að vera eini geimfarinn sem hefur klifið Everest fjall. Hann hefur ferðast 37 milljón kílómetra í geimnum, m.a. í áhöfn með John Glenn árið 1998, þegar hann snéri aftur út í geim 77 ára sem elsti geimfarinn, en Glenn var fyrsti bandaríkjamaðurinn til að fara á braut um jörðu árið 1962. Parazynski sem er læknir framkvæmdi ýmsar rannsóknir á Glenn og áhrifum geimferða á svo fullorðinn geimfara. Parazynski fæst auk þess við köfun og hefur unnið fjölda afreka á því sviði.

 

 

Malik-tviburarnir
Malik-tviburarnir

Í flokki ungra landkönnuða hlutu verðlaunin þær Tashi og Nungshi Malik frá Indlandi, en þær eru yngstar til að hafa náð hæstu tindum allra heimsálfa og á báða pólana, aðeins 23 ára gamlar. Í flokki söguverkefna hlaut áhöfn Drekans Haraldar Hárfagra frá Noregi verðlaunin, og tók sendiherra Noregs við verðlaununum fyrir þeirra hönd.

Ísafold Travel sem stendur að hátíðinni ásamt The Exploration Museum verðlaunuðu Chris Burkard, ljósmyndara og ævintýramann, en hann er einn vinsælasti landslagsljósmyndari Instagram með yfir 2 milljónir fylgjenda og sýna margar mynda hans ótrúlegt landslag Íslands.

 

Sigurvegarar ungra landkönnuða
Sigurvegarar ungra landkönnuða

 

Hópur nemenda úr Borgarhólsskóla á Húsavík var auk þess verðlaunaður vegna samkeppni sem skólinn og safnið stóðu að í tengslum við hátíðina.

Myndir: Könnunarsafnið / Gaukur Hjartarson