Geðorð vikunnar – Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast

0
160

Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast. Öll eigum við drauma eða langar til að ná einhverju takmarki.  Að setja sér markmið, hvort sem þau eru stór eða smá, er hollt fyrir alla.  Mikilvægt er að markmið okkar séu raunsæ og að við ætlum okkur ekki um of. Slíkt gæti leitt til þess að við gefumst upp.   Það er þá alltaf hægt að halda áfram og setja sér ný markmið, stefna enn hærra.

gedordin-tiu-stort

Það hvetur okkur áfram og við fyllumst sjálfstrausti þegar við náum markmiðum okkar.  Ef til vill komumst við að því að draumurinn okkar stendur ekki undir væntingum.  Þá er ekkert að því að breyta um stefnu, reyna eitthvað nýtt og setja sér ný markmið.  Allt þetta krefst þess þó að við tökum ábyrgð á okkur sjálfum og vinnum að takmörkum okkar, það getur enginn gert fyrir okkur.  Það skiptir líka máli með hvaða hugarfari við setjum okkur markmið.

 

Það er auðveldara að fara þangað sem þú óskar, heldur en burt frá á einhverju sem þú óskar ekki.

Samráðshópur um áfallahjálp.