Geðorð vikunnar – Með jákvæðni geri ég allt betra í kringum mig.

0
187

Með jákvæðni geri ég allt betra í kringum mig. Þetta felur ekki í sér, að ég sé endilega alltaf sammála síðasta ræðumanni. En ég reyni að skilja hann. Jákvæðni snýr að mér. Ég þarf að skoða sjálfan mig raunsætt og átta mig á mínum takmörkunum og breyta ýmsu í fari mínu sem er óæskilegt og stríðir gegn jákvæðu lífsviðhorfi.

gedordin-tiu-stort

 

Ég á að temja mér það, að bæta mig á hverjum degi, mér og öðrum til gleði og sálubótar. Jákvæðni er eitthvað sem hægt er að læra og sem ég get gert að hluta af minni persónu. Jákvætt samfélag byggir upp og ég er partur af slíku samfélagi. Þannig ætla ég að reyna að verða á hverjum degi. Ég get lagað mína galla og ófullkomleika. Það er lífsverkefni og ég byrja á því í dag.

Samráðshópur um áfallahjálp í Þingeyjarsýslu