Geðorð vikunnar – Hreyfðu þig daglega það léttir lundina.

0
139

Hreyfðu þig daglega það léttir lundina. Æskilegt er að stunda hreyfingu reglulega alla ævi og aldrei er of seint að byrja.  Regluleg hreyfing er ekki aðeins mikilvæg til að minnka líkur á ýmsum sjúkdómum, hún er ekki síst mikilvæg til að auka líkamlegan og andlegan styrk og vellíðan svo okkur gangi betur að takast á við verkefni dagslegs lífs.

gedordin-tiu-stort

Flestir ættu að geta stundað einhvers konar hreyfingu í frítíma sínum, í næsta nágrenni við heimili sitt, án mikillar fyrirhafnar, tíma eða kostnaðar.  Það er gott að njóta samvista við vini og fjölskyldu með því að fara í röska gönguferð eða fara út að leika.  Þannig gerum við eitthvað ánægjulegt og uppbyggilegt fyrir sjálfa okkur og okkar nánustu og erum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar.

Hreyfingin þarf ekki að vera tímafrek eða erfið til að hafa jákvæð áhrif á heilsu og stuðla að vellíðan.  Lítið getur gert mikið!