Geðorð vikunnar – Hlúðu að því sem þér þykir vænt um

0
129

Öll höfum við þörf fyrir ást og umhyggju annarra. Það er okkur eðlilegt að sinna okkar nánustu, börnunum okkar, systkinum og vinahópnum. Lífið væri ósköp snautt ef við værum ekki í samspili og tengslum við aðra.

gedordin-tiu-stort

Saman erum við sterkari, það er skemmtilegra að vera til þegar við gefum af sjálfum okkur og njótum lífsins með öðrum. Við erum einfaldlega heilli þegar við erum í góðum tengslum við aðra.

Samráðshópur um áfallahjálp í Þingeyjarsýslu.