Geðorð vikunnar – Að læra af mistökum

0
110

Að læra af mistökum. Allir gera mistök. Þess vegna skiptir svo miklu máli hvernig menn bregðast við. Að læra af mistökum (sínum eigin og annara) er einhver mikilvægasti hæfileiki, sem menn geta tileinkað sér. Sá sem lærir af mistökum, breytir þeim í mikilvæga lífsreynslu, sem kemur í veg fyrir að hann geri sömu mistökin aftur. Hann verður þannig vitrari og sterkari einstaklingur eftir en áður.

gedordin-tiu-stort

Það eru til aðrar aðferðir við að takast á við mistök. Ein er að neita að hafa gert þau (afneitun). Þessi aðferð ber yfirleitt vott um lítilmennsku. Það þarf hugrekki og styrk til að horfast í augu við eigin mistök og viðurkenna þau. Önnur aðferð er að skammast sín svo mikið að maður leggist í eymd og volæði.

Mistök geta auðvitað verið afar hörmuleg. – En hverju er nokkur bættari með volæði? Er ekki meira vit í /(um vert) að læra af því sem aflaga fór, bæta það sem hægt er að bæta og biðjast afsökunar ef við á? Skömmusta getur verið gangnleg, en hóf skyldi vera í öllu. Allir gera mistök.

Samráðshópur um áfallahjálp í Þingeyjarsýslu.