Geðorð 1 – Hugsaður jákvætt – það er léttara

0
65

Geðorðin 10 eru einföld ráð en um leið mikilvægur leiðarvísir í daglegu lífi og minnir okkur á ábyrgð hvers og eins á sjálfum sér en jafnframt samfélagslega ábyrgð okkar allra á hvert öðru.

Næstu 10 vikur eða svo munu geðorðin 10 birtast í ýmsum miðlum í Þingeyjarsýslu til að vekja okkur til umhugsunar um geðrækt og hvetja okkur til að huga að heilsu okkar og annarra, andlegri og líkamlegri.

Geðorðin eru birt á vegum Samráðshóps um áfallahjálp í Þingeyjarsýslu.  Í Samráðshópnum sitja fulltrúar frá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,  Félagsþjónustu Þingeyinga, Þjóðkirkjunni, lögregluumdæminu á Norðausturlandi og Rauðakrossinum í Þingeyjarsýslu.

Geðorð 1.

HUGSAÐU JÁKVÆTT – ÞAÐ ER LÉTTARA

Að hugsa jákvætt er ein af undirstöðum vellíðanar.

Temdu þér jákvætt hugarfar, þú getur þjálfað það með þér.

Þú getur valið hvort þú sérð glasið sem hálf fullt eða hálf tómt.

Tilfinningalegt heilbrigði er einn lyklanna að hamingjuríku lífi og velgengni.

Samráðshópur um áfallahjálp í Þingeyjarsýslu.